Velkomin á vefsíðu Heida HB Photography :-)

Hér að neðan eru alls kyns pakkar sem ættu að henta hverjum þeim óskum sem þú kannt að hafa í sambandi við myndatökuna þína. Mæli með góðum kaffibolla (nú eða rauðvínsglasi) með lesningunni ;-)

Til þess að bóka tíma í myndatöku þarf að greiða 10.000 kr. staðfestingargjald (30.000,- fyrir brúðkaupstökur) sem gengur upp í kostnað myndatökunnar. Staðfestingargjald er óafturkræft. Samþykkja þarf skilmála fyrir bókun myndatöku, sem þið undirritið svo þegar mætt er í tökuna. Skilmálana má finna hér http://www.heidahb.com/skilmalar . Gert er ráð fyrir að myndatökur fari almennt fram í stúdíói nema við ákveðum annað í sameiningu fyrirfram. Þú velur myndatöku sem hentar og svo hittumst við 5-10 dögum síðar til að skoða myndirnar og velja saman. Engar myndir á prenti eða í prentupplausn eru innifaldar í myndatökunum, en á fundinum pantið þið þær vörur sem þið viljið kaupa (bækur og stækkanir). Myndirnar eru afhentar í netupplausn á vefsvæði, en aldrei í prentupplausn. Afhendingartími er misjafn eftir árstíðum, en oftast 3-6 vikur, þó getur hann verið aðeins lengri þegar um brúðkaup og fermingar er að ræða.

Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér kostnað við myndatökur, eftirvinnslu og stækkanir á myndum áður en pöntun er gerð. Hægt er að skipta greiðslum fyrir töku og prent í þrennt. Og verið umfram allt ófeimin við að hafa samband og ræða málin.

ATHUGIÐ! Öll prentun fer fram í gegnum Heida HB Photography. Óheimilt að prenta myndirnar út annarsstaðar.

Vinsamlegast athugið að ef þið viljið bóka tíma um helgar, þá er yfirvinnutaxti á tökunni (dæmi: fjölskyldutaka sem kostar 52.500,-kr á virkum degi er á 89.900,- um helgar).



Lítil-einstaklingsmyndataka (1 manneskja)
ca 20 mín, hentar vel þeim sem vilja bara 2 myndir
(CV, fjölmiðlar, Facebook o.sfrv.).
2 fullunnar myndir afhentar rafrænt í netupplausn í gegnum Dropbox/Wetransfer. Ef óskað er eftir myndum á prenti er það skv. verðskrá prentunar.
Verð 22.100,-



Mið-einstaklingsmyndataka (1 manneskja)
ca 30 mín, hentar vel einstaklingum sem þurfa fáar myndir.
5 fullunnar myndir afhentar rafrænt í netupplausn í gegnum Dropbox/Wetransfer. Ef óskað er eftir myndum á prenti er það skv. verðskrá prentunar.
Verð 32.100,-



Stór-einstaklingsmyndataka (1 manneskja)
40-60 mín, fyrir einstakling (ferming, útskrift, barnamyndataka).
10 fullunnar myndir afhentar rafrænt í netupplausn í gegnum Dropbox/Wetransfer. Ef óskað er eftir myndum á prenti er það skv. verðskrá prentunar.
Verð 47.000,-

*Hægt er að fá blandaða töku, s.s. í stúdíói og úti en þá bætast 17.000,- kr. við og miðast það við höfuðborgarsvæðið og veðrið.



Mini-para- eða fjölskyldumyndataka
ca 30 mín, fyrir 2-3 manns, sem vilja fáar myndir. 
5 fullunnar myndir afhentar rafrænt í netupplausn í gegnum Dropbox/Wetransfer. Ef óskað er eftir myndum á prenti er það skv. verðskrá prentunar.
Verð 38.300,-



Para-eða fjölskyldumyndataka
ca 1 klst, fyrir 2-6 manns.
10 fullunnar myndir afhentar rafrænt í netupplausn í gegnum Dropbox/Wetransfer. Ef óskað er eftir myndum á prenti er það skv. verðskrá prentunar.
Verð 52.500,-

*Hægt er að fá blandaða töku, s.s. í stúdíói og úti en þá bætast 17.000,- kr. við og miðast það við höfuðborgarsvæðið og veðrið.




Stórfjölskyldumyndataka 1
ca 1,5 klst, fyrir 7-20 manns.
10 fullunnar myndir afhentar rafrænt í netupplausn í gegnum Dropbox/Wetransfer. Ef óskað er eftir myndum á prenti er það skv. verðskrá prentunar.

Þessi taka eru eingöngu tekin úti og fer eftir veðri.
Verð 61.800,-



Stórfjölskyldumyndataka 2
ca 1,5-2 klst, fyrir 21-30 manns.
10 fullunnar myndir afhentar rafrænt í gegnum Dropbox/Wetransfer. Ef óskað er eftir myndum á prenti er það skv. verðskrá prentunar.

Þessi taka eru eingöngu tekin úti og fer eftir veðri.
Verð 70.800,-



Glamúrtaka

ca.4-5 klst. Förðun, hárgreiðsla, stílisering fer fram í myndveri og hluti af fatnaði fyrir tökuna er á staðnum. Hárgreiðslan kostar 13.000,- og förðunin kostar einnig 13.000,-kr.

Hressing (freyðivín, sódavatn, jarðarber, konfekt og mini-bollakökur) og fundur/mátun fyrir tökuna og tími eftir tökuna til að velja myndir eru innifalin í verðinu.

Verð 78.900,-

37.800,- bætast við (fyrir hverja auka manneskju, hárgreiðsla og förðun innifalin í því) ef þú kemur með mömmu, vinkonuna, systur eða dóttur til að vera með þér á nokkrum myndum.

Engar myndir eru innifaldar í verði tökunnar, en þær sem keyptar eru á prenti afhendast líka í netupplausn gegnum Dropbox/Wetransfer.

Hafið samband til að fá hugmyndir um upplifunina, en sumar segja að þetta sé betra en 10 tímar hjá sálfræðingi :-)

  

Smash Cake barnamyndataka

ca. 1-2 klst., props (blöðrur, veifur o.s.frv. samt ekki blöðrubogar) innifalið í verði.

Kakan kostar 15.000,- og er ekki innifalin í verðinu.

Stúdíótaka, eingöngu myndir af barninu. Við hvern einstakling sem bætist við myndatökuna, bætast við 6.000 krónur.
Einnig bætast við 6.000 kr. fyrir eina systkina- eða fjölskyldumynd.

10 myndir afhentar rafrænt í netupplausn í gegnum Dropbox/Wetransfer. Ef óskað er eftir myndum á prenti er það skv. verðskrá prentunar.

Verð 52.500,-

 

Ungbarnamyndataka

 Allt að 4 klst., allt props á staðnum.

Stúdíótaka, eingöngu myndir af barninu.

Við hvern einstakling sem bætist við myndatökuna, bætast við 5.900 krónur.
Einnig bætast við 5.900 kr. fyrir eina systkina- eða fjölskyldumynd.

5 myndir afhentar rafrænt í netupplausn í gegnum Dropbox/Wetransfer. Ef óskað er eftir myndum á prenti er það skv. verðskrá prentunar.

Verð 65.000,-

10 myndir afhentar rafrænt í netupplausn í gegnum Dropbox/Wetransfer. Ef óskað er eftir myndum á prenti er það skv. verðskrá prentunar.

Verð 85.100,-

 

Brúðkaup

Vinsamlegast hafið samband til að fá tilboð í brúðkaupið ykkar :-)



Auglýsingamyndir

Vinsamlegast hafið samband til að fá tilboð.

 

Viðburðir (ekki brúðkaup)

1 klst. myndataka - 40-60 myndir afhentar í netupplausn

Verð 59.900,-

2 klst. myndataka - 60-90 myndir afhentar í netupplausn

Verð 76.900,-

3 klst. myndataka - 90-130 myndir afhentar í netupplausn

Verð 102.900,-

Hálfs dags myndataka (4 klst.) - 130-180 myndir afhentar í netupplausn

Verð 133.900,-

5 klst. myndataka - 185-200 myndir afhentar í netupplausn

Verð 150.700,-

6 klst. myndataka - 200-230 myndir afhentar í netupplausn

Verð 167.400,-

Heils dags myndataka (8 klst.) - 250-300 myndir afhentar í netupplausn

Verð 248.900,-



 Verðskrá prentunar

Til að tryggja betri endingu á myndunum eru allar stækkanir á myndum

framkallaðar á hágæða ljósmyndapappír.



10x15 1 stk 1.995,- kr.

13x18 1 stk 2.850,- kr.

15x20 1 stk 3.255,- kr.

18x24 1 stk 3.780,- kr.

20x30 1 stk 4.600,- kr.

30x40 1 stk 7.550,- kr.

40x60 1 stk 9.400,- kr.



Stærri myndir á vegg

Myndir á striga, álplötur eða foam.

Koma með festingum og þarf ekki ramma utan um frekar en þú vilt.

Hægt að fá í hvaða stærð sem er, en hér eru dæmi um nokkrar algengar stærðir og verð:

 ​

30x40cm 26.700kr.

30x50cm 29.300kr.

40x60cm 41.200kr.

40x70cm 44.400kr.

50x70cm 49.400kr.



Jólakort m/umslögum stærð 10x21 cm

1-50 stk 399,- kr/stk

51-100 stk 369,- kr/stk



Myndabækur með 30 myndum
(Allar myndirnar úr bókinni fullunnar og afhentar í netupplausn líka) 

Verð 59.900,- stærð bókar 25x20 cm (aukabók 29.900,-)

Verð 77.500,- stærð bókar 30x30 cm (aukabók 37.100,-)

Verð 87.200,- stærð bókar 30x30 cm Layflat síður (stífar) (aukabók 43.600,-)

Verð 81.300,- stærð bókar 33x28 cm (aukabók 39.900,-)



Myndabækur með 20 myndum

(Allar myndirnar úr bókinni fullunnar og afhentar í netupplausn líka)

Verð 44.100,- stærð bókar 18x18 cm (aukabók 22.100,-)



Myndabækur með 16 myndum (koma í fallegri öskju og síðurnar eru harðspjalda)

Verð 55.400,- stærð bókar 20x20 cm (aukabók 43.600,-)



Harmonikkubók með 11-18 myndum

Verð frá 9.900,- - 14.900,- stærð bókar 7x7 cm (fullkomin í veskið hjá mömmu eða ömmu)

Aukamyndir úr myndatökum

3.990,- pr.stk og afhendast í netupplausn (á ekki við ef keypt er bók, þá kostar aukamyndin umfram 16/20/30 stk 3.400,-)

Smáa letrið:
Ljósmyndarinn á birtingar- og höfundarrétt á öllum myndum að myndatöku lokinni nema að um annað sé samið.
Fari myndataka fram utan höfuðborgarsvæðisins bætist við ferðakostnaður skv.gjaldskrá Ríkisskattstjóra.
Verð eru birt með fyrirvara um breytingar og eru öll með vsk.